Rauðu Ástarsögurnar
ebook
(0)
Barnfóstran
by Erling Poulsen
Part 18 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Þegar Beta Taggart tekur af skarið og flýr frá barnaheimili hefst örlagarík atburðarás sem leiðir hana til Reeding Manor setursins á Englandi. Þar tekur hún óvænt við hlutverki barnfóstru ungrar stúlku sem líkt og hún sjálf, er bæði foreldralaus og ráðvillt. Við aðkomu á setrið vaknar undarleg tilfinning innra með Betu þegar ýmsir hlutir fara að ýfa upp minningar úr hennar eigin barnæsku. Getur verið að hún hafi komið þarna áður?
ebook
(0)
Einkaritari Læknisins (rauðu Ástarsögurnar 20)
by Erling Poulsen
Part 20 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Aðeins 15 ára gömul þarf Ingrid að ganga í gegnum sáran móðurmissi sem hefur mótandi áhrif á líf hennar. Áfallið verður til þess að hatur og biturleiki ná tökum á föður hennar sem breytir sambandi þeirra til frambúðar. Ungi læknirinn sem var á vakt þennan örlagaríka dag reynist feðginunum sérlega minnisstæður en þó af mismunandi ástæðum. Meðan Ingrid bindur vonir við bjartari framtíð grunar hana ekki að leiðir þeirra þriggja munu liggja saman á ný.
ebook
(0)
Grát Ekki, Sara
by Erling Poulsen
Part of the Rauðu Ástarsögurnar series
Á Þorkláksmessu er Söru Hempelius rænt af blygðunarlausum barnaræningjum. Sama dag gengur hin ljúfa Margrét Ryde í gildru sömu glæpamanna. Foreldrum Söru eru sett ströng skilyrði ef þau vilja sjá dóttur sína aftur á lífi. Eina ósk Söru er að halda jólin hátíðleg með fjölskyldu sinni en tíminn er að fjara út. Tekst þeim að bjarga henni í tæka tíð?
Showing 1 to 3 of 3 results