Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur
audiobook
(0)
Ljós Og Skuggar: Sögur Úr Daglega Lífinu
by Guðrún Lárusdóttir
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 1 of the Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur series
Sögurnar spanna íslenskt líf snemma á 20. öldinni og eiga sér stað í ýmsum sveitum landsins og í Reykjavík. Þær eiga það allar sameiginlegt að fjalla um mikilvæg samtímamál höfundar og bera þær allar sterkan boðskap sem Guðrún Lárusdóttir (1880 - 1908) er helst þekkt fyrir. Guðrún skrifaði mikið um fátækt og Kristna trú á sínum ferli og eru sögur hennar nokkurskonar dæmisögur handa íslendingum. Sögurnar í þessu safni eru fimm talsins: Léttúð fjallar um um hina ungu Helgu sem kynnist raunum lífsins snemma. Lifandi myndir - að heiman fjallar um kynni Jóns frá Gili af skuggum mannlegs lífs. Gamlárskveld er saga um ákvarðanir, trúrækni, fíkn, mistök föður og afleiðingar. Í veikum máttugur fjallar um samband fátækrar fjölskyldu við guð á erfiðum stundum. Í afkimum er önnur saga um fátækt á Íslandi og birtingarmyndir fátæktar í Reykjavík á 20. öldinni.
audiobook
(0)
Fátækt
by Guðrún Lárusdóttir
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 2 of the Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur series
Fátækt kom fyrst út árið 1949 í ritsafni Guðrúnar Lárusdóttur.
Hér er fylgst er með hvernig slæm efnahagsstaða verkar á líf einstaklinga og hvert eðli hennar er. Henni er fylgt allt frá ákvörðunum fátæktarnefndar til einstaka heimili sem við hana glíma. Fátækt fylgir barnæsku Ellu. Ella er dóttir einstæðrar móður og þegar sagan hefst eru þær heimilislausar. Þær kynnast Jóni Árnasyni fátæktarfulltrúa Reykjavíkur og með aðstoð hans byrja smám saman að koma undir sig fótunum og finna sér betra líf. Höfundur sögunnar, Guðrún Lárusdóttir, þekkti sérstaklega vel til fátæktar síns samtíma þar sem hún gegndi hlutverki fátæktarfulltrúa í Reykjavík og barðist þar fyrir betri kjörum bágstaddra. Hér veitir hún innsýn inn í lífshlaup fátækra barna í upphafi 20. aldar á Íslandi.
audiobook
(0)
Þess bera menn sár
by Guðrún Lárusdóttir
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 3 of the Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur series
Hildur er ung að aldri þegar hún missir móður sína. Pabbi hennar, séra Einar, hugsar einn um dóttur sína og Sigurð fósturson sinn og fósturbróður Hildar. Séra Einar er eftirlátssamur og uppeldið á bænum er ekki upp á marga fiska. Ef Hildi langar - þá fær hún. Þar til að séra Einar giftir sig aftur. Hildur er ekki ánægð með stjúpmóður sína sem vill halda úti miklum aga og fylgja ströngum reglum við uppeldi. Hildi finnst þá allt spennandi sem er bannað. Um leið og hún fær tækifæri til flyst hún til Kaupmannahafnar til að standa á eigin fótum og gera eins og henni sýnist. Hún hafnar ástarjátningu Sigurðar og heldur út í heim. En sjálfstætt líf í Kaupmannahöfn er ekki eins auðvelt og Hildur hélt í fyrstu. Hún fær að kynnast lífi í stórborg, eignast vinkonur og lenda í ævintýrum en samt hugsar hún heim. Hér er saga um ást sem slokknar ekki svo auðveldlega og unga konu sem fylgir sinni eigin sannfæringu sama hvað bjátar á.
audiobook
(0)
Konur Í Víngarðinum
by Guðrún Lárusdóttir
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 4 of the Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur series
Konur í Víngarðinum inniheldur tvö verk Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1908). Systurminningar (1929) og Andleg starfsemi kvenna (1928). Fjalla verkin tvö um hlutverk og líf kvenna. Fyrra verkið ber titilinn Systurminning og segir frá Valgerði Lárusdóttur, söngkonu, prestsdóttur og systur Guðrúnar Lárusdóttur. Hún lærði söng í Kaupmannahöfn en veiktist ung af berklum. Hér segir Guðrún frá Valgerði og lífshlaupi hennar í nokkurs konar minningargrein. Andleg starfsemi kvenna er erindi sem Guðrún Lárusdóttir hélt á safnaðar- og rannsóknarnefndarfundi árið 1928. Þar stiklar hún á stóru um hlutverk kvenna í trúmálum þess tíma. Staða og hlutverk konunnar var eitt af ástríðumálum Guðrúnar Lársudóttur og ber þetta rit þess merki að henni þótti samferðakonur sínar sinna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Hér veitir hún lesendum innsýn í líf samtímakvenna sinna og þeim þrautum sem tilveran bauð þeim upp á.
audiobook
(0)
Gamla Húsið
by Guðrún Lárusdóttir
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 5 of the Ritsafn Guðrúnar Lárusdóttur series
Norðarlega í Syðstuvík, í hlíðardrögum, standa tvö hús. Annað er fallegt, hvítt og nýlegt en í húsinu býr sýslumaður og Rúna dóttir hans ásamt strangri frænku sem sér um uppeldi Rúnu. Næsta hús við er gamalt og hrörlegt kot, sem þó er umvafið ást og í kotinu búa öldruð og fátæk hjón. Þau eiga eina dóttur sem flutti erlendis og nú hafa engin bréf borist frá henni um nokkuð skeið. Sýslumaðurinn er góður og sanngjarn, þá sérstaklega í garð nágranna sinna. Rúna er afskaplega forvitin um líf annarra í sveitinni, þá sérstaklega þeirra sem búa við fátækt, hún vill allt gera handa öllum og fá pabba sinn með í lið. Þegar hin dularfulla Dína Jockums kemur með skipi til Syðstuvíkur verða feðginin mjög forvitin um hana.
En ekki eru allir í sveitinni þar sem þeir eru séðir. Leyndarmál og löngu gleymd tengsl krauma undir yfirborðinu þegar þessi leyndardómsfulli gestur tekur þátt í samfélagi Syðstuvíkur. En einn þorpsbúi með glöggt auga sveipir hulunni af ráðgátunni.
Showing 1 to 5 of 5 results