Gróft rán í grebbestad
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Aðfaranótt 22. apríl, þann þriðja í páskum, árið 2003, var verðmætaflutningabíll á vegum Securitas rændur við skrifstofu Sparbanken Tanum í Grebbestad og voru fimm grímuklæddir menn að verki. Ránið var mjög gróft og mjög vel skipulagt. Ræningjarnir voru vopnaðir AK4 veiðirifflum, afsöguðum haglabyssum og skammbyssum. Þeir voru líka með sprengiefni með sér til að geta sprengt upp dyrnar á flutningabílnum ef verðirnir mundu ekki opna þær. Á meðan á ráninu stóð hótuðu ræningjarnir vörðunum lífláti, meðal annars með að öskra: "Ef lögreglan kemur skjótum við ykkur!"
Skeljungsránið "Hinn Fullkomni Glæpur"
by Ýmsir
read by Kristján Franklín Magnús
Part of the Norræn Sakamál series
Á árinu 2002 var sýndur í sjónvarpinu þáttur í þáttaröðinni Sönn íslensk sakamál. Þátturinn bar nafnið ,,Hinn fullkomni glæpur". Hann fjallaði um tvö óleyst ránsmál frá árinu 1995. Sýning þessa sjónvarpsþáttar átti sinn þátt í því að rannsókn þessara mála var hafin á ný þegar flestir höfðu gefið upp vonina um að þau leystust.
Öll fjölskyldan skipulagði heiðursmorð
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Ef kona, sem er innflytjandi, finnur sér kærasta sem fjölskylda hennar er ekki ánægð með eða ef hún á annan hátt brýtur í bága við menningar- og trúarsiði fjölskyldunnar hættir hún lífi sínu. Í hverri viku eru framin afbrot í Danmörku, eins og hótanir og ofbeldi, vegna trúarlegra siða eða heiðursviðmiðana. Þetta varðar oftast nær konur því að konan er lykillinn að virðingarverðri fjölskyldu.Þessi frásögn fjallar um heiðursdrápið á hinni 18 ára gömlu Ghazalu Khan sem stuttu áður hafði gifst hinum 26 ára gamla Emal Khan sem fjölskylda hennar samþykkti ekki.-
Umferðarslys Á Reykjanesbraut
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Þegar talað er um rannsóknarlögreglumenn og störf þeirra dettur fólki oftast í hug alvarleg ofbeldismál, fíkniefnamál eða fjársvikamál. Þessi frásögn sýnir vel að rannsóknir umferðarslysa geta ekki síður verið flóknar og umfangsmiklar.Nöfnum manna hefur verið breytt en það skal tekið fram að þótt aðalpersónurnar séu kallaðar íslenskum nöfnum eru þær af erlendum uppruna. Allar ljósmyndir voru teknar af rannsóknardeild lögreglunnar í Hafnarfirði nema 2. mynd sem er frá Vegagerð ríkisins.-
Tíu ára stúlka var myrt
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Klukkan 02.50 aðfaranótt laugardagsins 1. ágúst 2003 barst lögreglunni tilkynning um að Sonja, sem var tíu ára, væri horfin frá heimili sínu í bænum Mjels. Hún hafði síðast sést um klukkan 10.00 að morgni föstudagsins þegar eldri bróðir hennar fór út. Ákveðið hafði verið að Sonja ætti að vera heima þennan dag því að hún átti að hleypa sótaranum inn þegar hann kæmi til að líta á skorstein hússins. Lík Sonju fannst við skátaskála í Flamstedskóginum klukkan 18.15 á laugardeginum. Í ljós kom að hún hafði verið misnotuð kynferðislega og kyrkt.-
Verslun Með Konur – Þrælahald Okkar Tíma
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Fangelsi í þrjú ár og í tvö ár og tíu mánuði urðu afleiðingarnar fyrir karlmann og konu frá Balkanlöndunum sem höfðu stundað nútímaþrælahald, verslun með stúlkur í kynferðislegum tilgangi. Dómarnir voru kveðnir upp í Gautaborg vorið 2004 og það var í fyrsta skipti sem dæmt var fyrir brot sem þessi í Svíþjóð. Hjúin voru dæmd fyrir að hafa neytt pólska stúlku til að selja sig í Danmörku og Svíþjóð.
Vísindamaðurinn
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Árin 2005 og 2006 eru höfundi minnisstæð enda fékkst hann þá við lögreglu- rannsóknir tveggja mála sem vöktu óhug þrautreyndra lögreglumanna. Hvernig gat hegðun slíks ljúflings orðið sem raun bar vitni í návist þeirra kvenna sem hann komst í tæri við? Hegðun sem bar vott um mannvonsku, illsku og djúpstæða kvenfyrirlitningu. Þessari spurningu verður seint svarað. Vissulega væri fróðlegt fyrir vísindamenn að skoða lífssögu þessa manns og finna orsök ógæfu hans.-
Líkfundarmálið
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Sundurstungið lík af erlendum, óþekktum manni, bundið með kaðli og innpakkað í svarta ruslapoka, sökkt í höfn á fáförnum stað með keðjuhönk og gúmmíbobbingi, var sá veruleiki sem blasti við íslensku lögreglunni í febrúar 2004.
Ungrar Barnshafandi Stúlku Var Saknað
by Forfattere Diverse
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Að myrða manneskju er alvarlegasti glæpur sem hugsast getur. Það er erfitt að flokka morð eftir því hversu alvarlegt það er en grimmdarlegt morð á óléttri unglingsstúlku hlýtur að vera með því óhugnanlegasta sem hægt er hugsa sér. Auk þess er erfitt að gera sér í hugarlund hvaða refsing sé hæfileg fyrir annan eins verknað. Í þessu máli var það barnsfaðirinn sem var morðinginn, sem var ekki til að gera málið auðveldara. Og einkennilegt var hve ákaflega tilfinningalaus og kaldlyndur hann reyndist vera eftir að sambýliskona hans hvarf.
El Testigo – Latínóar Í Innbrotum
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Vorið 2006 gekk yfir óvenjuleg hrina innbrota í íbúðir í Helsinki þar sem framið var 21 gróft þjófnaðarbrot. Óvenjulegt við innbrotin var fyrst og fremst það, að andstætt því sem gengur og gerist í innbrotum á heimili í Finnlandi, komu gerendurnir frá Suður-Ameríku og voru í skipulögðum glæpagengjum. Annað ákaflega óvenjulegt einkenndi líka þessa vel skipulögðu þjófnaði: Þeir beindust eingöngu að íbúðum fólks af asískum uppruna.-
Skemmtisigling Sem Snerist Upp Í Andhverfu Sína
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Hvernig gat þetta gerst, spurðu margir sig þegar fréttist af hörmulegu sjóslysi sem varð svo til uppi í landsteinum við Reykjavík í september 2005. Skemmtibát, sem hafði verið á siglingu innan hafnarsvæðisins, var siglt á Skarfasker, sem er rúma 300 metra undan landi þar sem styst er, með þeim afleiðingum meðal annars að maður á fertugsaldri lést við ásiglinguna og fimmtug sambýliskona hans drukknaði eftir að bátnum hvolfdi er honum var siglt stórskemmdum frá skerinu. Dómsmálið vakti mikla athygli auk þess að vekja upp sterkar tilfinningar, jafnvel hjá fólki sem tengdist ekki þeim sem létust á nokkurn hátt. Ástæðan var líkast til sú að skipstjóri og eigandi bátsins, sem var ölvaður þegar ásiglingin átti sér stað, neitaði að hafa verið við stjórnvöl bátsins þegar hann steytti á skerinu og sagði konuna, sem drukknaði eftir ásiglinguna, hafa verið við stýrið, en þessi framburður skipstjórans gekk þvert á niðurstöður rannsókna lögreglu og réttarmeinafræðings. Þá hafði skipstjórinn ekki gripið til björgunarráðstafana af neinu tagi í kjölfar ásiglingarinnar heldur siglt bátnum frá skerinu, þó ekki stystu leið að landi, uns honum hvolfdi.
Engihjallamálið
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Að morgni dags fannst lík stúlku liggjandi á stétt utan við íbúðarblokk í Kópavogi. Í fljótu bragði gátu menn haldið að hún hefði framið sjálfsmorð með því að stökkva fram af svölum. Brátt kom þó ýmislegt í ljós sem benti til annars en það reyndist þrautin þyngri að sanna hvað þarna hafði gerst.
Saga Lauris
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Lítill drengur með glettnisblik í augum heilsaði feimnislega og afréð svo að snúa sér aftur að leikjum sínum og leyfa okkur fullorðna fólkinu að drekka kaffið saman í næði. Þetta var mánudaginn 5. janúar 1987. Það var fyrsti vinnudagur minn sem lögregluþjónn við götulögregludeildina í Pori. Félagi minn var reyndur og hress lögregluþjónn að nafni Matti sem tók að sér að kenna nýgræðingi undirstöðuatriði við umferðargæslu. Síðdegis var Saabinum snúið á leið til Nakkila, þar sem Matti bjó, og þar hafði konan hans hitað kaffi handa okkur. Matti sýndi mér hreykinn fjölskyldu sína. Það sem ég man skýrast frá þessari notalegu samverustund er einmitt litli, svarthærði Lauri sem ég raulaði um í huga mér gömlu barnagæluna "Litli, litli Lauri". Eftir að við höfðum verið saman á óteljandi vöktum skildi leiðir okkar Matta þegar ég var færður í starf rannsóknarlögreglumanns á lögreglustöðinni í Pori þann 1. febrúar 1988. -
Langur Föstudagur
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Það er föstudagskvöldið 8. júní árið 2007. Fagurt veður og fuglasöngur, fólk í göngutúr, sumir að ljúka við vinnu í garðinum sínum eftir sólbjartan dag. Börn að koma inn eftir leiki kvöldsins og sólin að hníga til viðar. Lítið, friðsælt byggðarlag á Vestfjörðum verður í brennidepli eftir skamma stund.-
Innilokaður Og Misþyrmt Í Eina Viku
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Hér segir frá 33 ára manni sem verður eftirleiðis kallaður Per. 11. maí 2003 var honum rænt frá sambýlinu Kanalgården í Næstved og hann fluttur á sveitabýli í Dannemare, þar sem hann mátti þola mjög gróft og hættulegt ofbeldi og misþyrmingar á meðan grillveisla var haldin þar. Eftir grillveisluna var hann lokaður inni í heila viku, á ýmsum stöðum á Lálandi, þar til honum tókst að flýja.
Saga Af Bankaráni
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Finnland hefur lengi verið þekkt fyrir að vera réttarríki. Í Finnlandi hafa alþjóðlegir sáttmálar verið virtir út í ystu æsar. Dómur fyrir afbrot er byggður á traustum sönnunum. Játning ákærða nægir ekki einu sinni sem grundvöllur fyrir dómi. Þegar ákærði neitar sök, þarf enn öruggari sannanir. Mistök eru ekki leyfð í dómsmálum.Í Turku komst upp um versta klúður sem átt hefur sér stað í nútíma réttarfarssögu Finnlands. 'tli það hefði ekki komið sér best fyrir trúverðugleika lögreglu, saksóknara og dómstóla sem og áfrýjunaraðila að það hefði fallið í gleymsku?
Stórfelld Fjárkúgun
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Klukkan 07.45 að morgni miðvikudagsins 19. maí 1999 hófst aðgerðin "Hestur" með því að Atle Hamre tamningamaður og vagnökumaður var handtekinn.Efnahagsbrotadeild ríkislögreglunnar og fleiri deildir höfðu í nokkrar vikur unnið að rannsókn málsins ásamt lögreglunni í Sandefjord og Larvik en málið var stærsta og umfangsmesta fjárkúgunarmál sem þá hafði verið rannsakað í landinu. Næstu daga þróaðist málið enn frekar og reyndist ekki eiga sér hliðstæðu í Noregi. Að lokum var Atle Hamre dæmdur til þungrar refsingar fyrir að hafa staðið á bak við fjárkúgun upp á 28 milljónir norskra króna.
Milljónaarfur Var Ástæða Morðs
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Það að fá arf getur verið ánægjulegur viðburður en í þessu tilviki hafði það dauðann í för með sér.Henrik Nordström Hansen var 51 árs gamall og hafði erft tvær milljónir danskra króna eftir stjúpföður sinn þegar hann fannst látinn í kjallara einbýlishúss á Írisvegi 6 í Óðinsvéum. Slökkvilið hafði áður verið kallað á staðinn vegna eldsvoða í húsinu. Líkskoðun sýndi að hann hafði látist áður en eldurinn kom upp og að hann hafði hlotið áverka eftir barefli.Rannsóknin beindist fljótlega að því hvort arfurinn væri bein ástæða fyrir dauða hans.
Jafnaði Ímyndaða Skuld Með Morði
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Það hljómar ef til vill undarlega að síbrotamaður fyllist siðferðilegri hneykslun og móðgun vegna atburðar sem snertir hann ekki sjálfan. En í ágúst 2003 var slík móðgun einmitt orsök fyrir grimmúðlegu, tvöföldu morði í Lahtis.Með þessum verknaði vildi morðinginn fá uppreisn til handa systur sinni fyrir það sem hafði komið fyrir hana nálægt 20 árum áður, nokkuð sem hann hafði fengið vitneskju um fyrir tilviljun. Systirin hafði ekki áhuga á að finna neinn í fjöru vegna þessa atburðar. En morðingjanum fannst að gerðir hans ættu rétt á sér og hann iðraðist einskis, – heldur ekki þótt hann við sama tækifæri myrti saklausa manneskju sem var sambýliskona fórnarlambsins.Nöfn sögupersónanna eru tilbúin.
Morðið Í Hlíðarhjalla
by Forfattere Diverse
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Friðurinn á hvítasunnuhátíðinni árið 2005 var rofinn með frétt af óhugnanlegu manndrápi í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Eins og stundum áður virtist það hafa verið óþarfi að þetta gerðist og erfitt að skilja ástæður þess. En síðar kom í ljós að þarna höfðu legið að baki aldagamlir siðir og hefðir fjarlægs menningarsamfélags og trúarbragða sem Íslendingum voru ókunnug. Það var ekki auðvelt að setja sig inn í þau sterku áhrif sem slíkur arfur hefur á fólk sem elst upp við þessar aðstæður.
Nágrannaerjur enduðu með morði
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Öðru hverju heyrast sögur um misklíð milli nágranna sem endar með fjandskap og málaferlum. Sem betur fer lýkur slíkum málum afar sjaldan með mannvígum en nágrannaerjur í Bergen enduðu þó með grimmdarlegu morði aðfaranótt 6. júní 2003.
Verjandinn
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Það skrítnasta í starfi lögreglumanna, er sú staðreynd að sjaldnast er vitað hvaða mál verða stórmál fyrr en rannsókn er vel á veg komin. Þess vegna þarf að sinna öllum málum vel, því aldrei er að vita hvert þau leiða. Ég ætla að segja ykkur frá einu slíku máli sem naut töluverðrar fjölmiðlaumfjöllunar þegar það var komið á dómstig og ekki síður eftir að dómur féll: Héraðsdómslögmaður sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum.-
Þrír unglingar fremja siðlaus skemmdarverk
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Málið fékk fljótlega heitið Möllevangsmálið í rannsókninni og í stórum fyrirsögnum fjölmiðla. Tilefnið var íkveikja í Möllevangsskólanum í Árósum 14. janúar 2003, kl. 00.38, sem leiddi til þess að heil álma brann til grunna en hún var 1200 fermetrar og metin á um 20 milljónir danskra króna. Auk íkveikjunnar í Möllevangsskólanum fjallaði málið um mörg önnur alvarleg afbrot, og náði einnig yfir brot sem áður hafði verið fjallað um með stórum fyrirsögnum í dagblöðunum. Meðal annars voru þetta alvarleg skemmdarverk sem höfðu verið framin fjórum sinnum á 400 grafreitum í tveimur kirkjugörðum í Árósum og Hornslet.Þá var fjallað um grimmdarleg dráp á fjórum kanínum við leikvöllinn Barnaland.Sömu piltarnir höfðu einnig kveikt tvisvar í Aðventukirkjunni, kveikt í Samsögötuskóla, í Elísu Smith-skólanum, í sveitabýli í Hornslet, auk þess að hafa kveikt þrisvar í bílum.
Mál bobbys skók sænsku þjóðina
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Það er ekki hægt að lýsa með orðum þeim hryllingi og vanlíðan sem Bobby, sem var aðeins tíu ára, varð að þola heima hjá sér. Á margra vikna tímabili í kringum áramótin 2005–2006 þurfti drengurinn að þola grófar misþyrmingar, svo grófar að síðar ákváðu dómstólar að flokka þær sem pyntingar. Þessar misþyrmingar leiddu að lokum til dauða Bobbys.Eftir að Bobby var látinn reyndu móðir hans og unnusti hennar að fela dauðsfallið með því að tilkynna að Bobby væri horfinn, á svipuðum tíma og þau sökktu líki hans í vatn nærri heimili þeirra.Það var röð ýmissa aðstæðna sem að lokum kom lögreglunni á sporið og varð til þess að málið upplýstist.Móðirin og unnusti hennar voru handtekin og dæmd til langrar fangelsisvistar, þó ekki fyrir morð. "Stjúpfaðir" drengsins áfrýjaði dómi sínum til Hæstaréttar sem í árslok 2006 ákvað að mál hans væri ekki tækt fyrir Hæstarétt.
Stjúpmóðirin
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
5. nóvember 2002 var ég á kvöldvakt og um klukkan 19.00 fékk ég símtal frá rannsóknarlögreglunni í Þrændalögum. Erindið var að biðja mig um aðstoð vegna atburðar sem þeir höfðu frétt af. Blaðaljósmyndari hafði hringt í þá og spurt hvaða upplýsingar þeir hefðu um dauðsfall í Lade. Lítil stúlka átti að hafa dottið út um glugga þar og látist. Stúlkan hafði að sögn verið flutt á St. Olavs-sjúkrahúsið með sjúkrabíl.Lögreglan hafði ekki fengið neina tilkynningu um þetta eftir hefðbundnum leiðum. Tilkynningin um slysið hafði farið beint til bráðamóttöku sjúkrahússins en lögreglan hafði ekki verið látin vita. Hjá miðstöð rannsóknarlögreglunnar í Þrændalögum fékk ég þær litlu upplýsingar sem þeir höfðu um málið. Álitið var að þriggja ára stúlka hefði dottið út um glugga eða niður frá húsi og látist í kjölfarið.
Syni Charles lindbergh var rænt!
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Ránið og morðið á tæplega tveggja ára syni Charles Lindbergh árið 1932 hefur oft verið kallað afbrot 20. aldarinnar. Kannski er það vegna þess að verknaðurinn þótti sérstaklega grimmúðlegur. En sennilega er það mest vegna þess að Charles Lindbergh var hetja í augum Bandaríkjamanna og fólks um allan heim eftir að hann flaug einn yfir Atlantshafið 1927.-
"Grímuræningjarnir" Voru Svellkaldir
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Í eftirlitsmyndavélinni sáu rannsóknarlögreglumennirnir mennina þrjá koma út úr húsinu. "Sá langi" settist undir stýri, "sá feiti" í farþegasætið við hlið hans og "sá ungi" í aftursætið. Bíllinn var settur í gang og síðan óku þeir út á eina veginn sem þarna var, í átt að hlöðunni og lögreglumönnunum. Þegar bíllinn var kominn milli hlöðunnar og íbúðarhússins var látið til skarar skríða. Strákarnir í lögreglubílnum voru tilbúnir, rannsóknarlögreglumennirnir voru tilbúnir. Margra daga bið var fljótlega lokið.En byrjum á byrjuninni.-
Bílsprengjumorðið við kamppitorg
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Þriðjudaginn 16. júní 2002, kl. 06.45, ók hinn 33 ára gamli Janne (nafni breytt) bíl sínum í miðborg Helsinki eftir Mannerheimsvegi, í átt að Kamppitorgi, á leið til vinnu sinnar við byggingarframkvæmdir í miðborg Helsinki. Janne hafði lagt af stað í vinnuna frá Ruskeasuo, garðlandahverfi u.þ.b. þrjá kílómetra frá miðborg Helsinki, þar sem hann átti bústað.Dagurinn átti að verða eins og hver annar vinnudagur og Janne grunaði síst að þessi nýbyrjaði vinnudagur yrði sá síðasti í lífi hans, og raunar hans hinsti dagur. Hann beygði af Mannerheimsveginum inn á Nyrðri-Járnbrautargötu, og meðan hann beið eftir grænu umferðarljósi á móts við Hótel Helka sprakk Opel Kadett Caravan-bíllinn hans í loft upp.Sprengingin var svo kröftug að bíll Jannes gjöreyðilagðist og olli talsverðum skemmdum í nágrenninu. Sjálfur lést Janne þegar í stað.
Náriðillinn var líka brennuvargur
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Aldrei fyrr í sænskri afbrotasögu hefur maður bæði viðurkennt og hlotið dóm fyrir að misnota lík kynferðislega. En haustið 2006 gerðist það í Surahammar. Þá var 43 ára starfsmaður í kirkjugarðinum handtekinn, grunaður um að vera náriðill.Rannsóknin var mjög sérstök því að maðurinn viðurkenndi strax á byrjunarstigi málsins að hafa gert það sem hann var sakaður um. Þar með lauk málinu þó ekki því að maðurinn viðurkenndi einnig að hafa kveikt í kirkju árið 1998 en það mál var óupplýst.
Tvær stúlkur voru skildar eftir til að deyja
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Tvær átján ára stúlkur fundust látnar á snævi þöktum vegi á Hallandsåsen síðla sunnudagsins 18. janúar 2004 og voru báðar skólausar og fáklæddar. Daginn áður hafði lögreglan fengið tilkynningu um að bíll annarrar stúlkunnar lægi illa skemmdur í skurði. Fjarlægðin frá fundarstað bílsins til stúlknanna var um fimm kílómetrar. Fjöldi spurninga helltist yfir okkur. Hvern eða hverja höfðu stúlkurnar hitt? Af hverju höfðu þær verið skildar eftir á afskekktum malarvegi, án fótabúnaðar og yfirhafna?
Nauðgarinn Fann Fórnarlömb Sin Á Internetinu
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Við rannsókn þessa máls kom í ljós hversu mikið ungt fólk notar stefnumótasíður á internetinu. Þetta mál snerist um röð nauðgana þar sem raðnauðgarinn, Peder, hafði komist í samband við fórnarlömb sín í gegnum stefnumótasíður á internetinu. Hann sendi konunum ljósmyndir af öðrum en sjálfum sér og lýsti sjálfum sér sem ungum, myndarlegum, farsælum og vel efnuðum manni. Hann bauð þeim að verða ástkonur hans og að hann mundi greiða þeim mikið fé fyrir kynlíf. Hann sagðist ferðast mikið og hefði ekki tíma til að eiga kærustu. Eftir langan tíma í SMS-samskiptum, tölvupóstsamskiptum og mörg símtöl, heimsóttu konurnar hann og sáu þá að hann var alls ekki sá sem hann gaf sig út fyrir að vera og hann hafði allt annað í hyggju þegar þær heimsóttu hann en þær héldu.-
Dauðaáætlunin
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
"Leyndir kraftar hins illa gera fólki kleift að fara lengra en villtustu draumar ná." (Eugen Kogon.)Það er ekki óþekkt að fólk ákveði að binda enda á líf sitt ásamt því að taka líf annarra. Hvað veldur er erfitt að segja. Fyrir flest okkar er erfitt, ef ekki ómögulegt að skilja þetta. Í mörgum tilfellum er um það að ræða að foreldrar taka líf barna sinna og síðan sitt eigið líf. Þess konar atburðir gerast oft í trúarhópum. Líka hefur komið fyrir að ungt fólk hafi gert það sama.Það mál sem nú verður sagt frá snýst ekki um trú heldur um það hvernig maður reynir á afar skipulagðan hátt að koma eiginkonu sinni fyrir kattarnef. Hann sannfærir konuna um að þau muni bæði deyja til að fara í nýja vídd þar sem ekkert illt fyrirfinnst.-
Charles manson – var hann frelsari eða meistari blekkinga?
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Flestir í hinum vestræna heimi, sem eru komnir á fimmtugsaldur eða eru eldri, muna eftir tveimur atburðum frá sumrinu 1969: Þegar menn stigu fyrst fæti á tunglið og morðinu á leikkonunni Sharon Tate. Morðið á þessari ungu, ófrísku konu vakti mikla athygli af tveimur ástæðum, annars vegar var morðæðið óvanalega ruddalegt og hins vegar voru morðin á fimm manns og ófæddu barni framin af afbrigðilegri "fjölskyldu" eða hópi sem stjórnað var af Charles Manson en honum er oft lýst sem hinum illa sjálfum, sem djöfli í mannsmynd.
Umhverfisbrot í firði arnarins
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Mengun og mengunarvarnir var nokkuð sem Íslendingar höfðu litlar áhyggjur af langt fram eftir síðustu öld. Að lokum áttuðu menn sig þó á nauðsyn þess að vernda umhverfið fyrir hættulegum úrgangi og mengun af hans völdum. Sett voru lög og reglugerðir um umhverfisbrot en erfiðlega gekk að framfylgja þeim. Hér á eftir er áhugaverð frásögn um fyrsta málið um mengun á landi sem var rannsakað til loka og tekið til dóms.
Afritun
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
"Við ætluðum bara í skíðaferð til Bergen." Þetta var útskýring þriggja Rúmena eftir að lögreglan handtók þá grunaða um að hafa afritað greiðslukort margra aðila í Noregi. Lögreglumönnum, sem komu að yfirheyrslum yfir Rúmenunum, fannst framburður þeirra oft vera á mörkum gríns og alvöru. Lögreglumönnum, upprunnum í sunnanverðum Noregi, með góða þekkingu á staðháttum, fannst umhugsunarefni að menn færu í skíðaferð frá Rúmeníu til Noregs og þá til "vetraríþróttastaðarins" Bergen. Þetta var meðal annars eitt þeirra atriða sem lögreglan benti á við meðferð málsins fyrir dómi. Hinir grunuðu höfðu unnið heimavinnuna sína en ekki alveg nógu vel.
Sveðjumálið
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Rannsóknarlögreglumenn á bakvakt vita ekki á hverju þeir eiga von í upphafi vaktarinnar. Þann sem þetta skrifar grunaði ekki að hann þyrfti að rannsaka mál þar sem samkvæmi ungmenna hafði snúist upp í blóðuga árás, en þar munaði litlu að ungur maður léti lífið. Það kostaði mikla vinnu og flókna rannsókn að ljúka málinu, þótt ekki tækist að upplýsa hvert atriði.
Hlaðmannamálið
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Málið sem hér um ræðir, fjallar um innflutning á hassi til Íslands frá Danmörku. Höfuðpaurinn í málinu, Ari Andrason, sem er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum hér á landi, hefur yfirleitt þann háttinn á að koma málum þannig fyrir að ef allt fer á versta veg eru það ávalt einhverjir minni spámenn sem sitja í súpunni.Þetta mál var engin undantekning hvað það varðar en þar koma m.a. við sögu hlaðmenn er störfuðu hjá Flugleiðum á Keflavíkurflugvelli.Sá háttur er yfirleitt hafður á við rannsóknir stærri fíkniefnamála að þau fá heiti sem hefur skírskotun í viðkomandi mál og í þessu tilfelli var ákveðið að láta það heita "Hlaðmannamálið".Þetta mál er ekkert ólíkt mörgum öðrum fíkniefnamálum þar sem höfuðpaurarnir nýta sér neyð annarra til að taka þátt og ef illa fer þá er yfirleitt reynt að koma málum þannig fyrir að þessir ógæfumenn taki á sig alla sök.-
Brennuvargurinn Í Unnaryd
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Atburðarásin hófst með "venjulegum" gámabruna um mitt sumarið 2006. Þá gat enginn gert sér í hugarlund að þetta væri upphafið að tíu mánaða langri rannsókn þar sem 16 eldsvoðar voru rannsakaðir.-
Olli Hristingur Dauða Barnsins?
by Anonymous
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Sá hörmulegi atburður gerðist í maí 2001 í Reykjavík að barn lést af völdum heilaáveka sem rekja mátti til þess að það var hrist heiftarlega. Læknar á Landsspítala, þar sem barnið lést, sögðu lögreglu frá grunsemdum sínum um að barnið hefði verið hrist og áverkar bentu til einkenna "Shaken Baby Syndrome". Það var síðar staðfest með krufningu og sérfræðirannsókn á sýnum úr hinum látna. Böndin bárust fljótlega að dagforeldrum þar sem barnið hafði verið í daggæslu. Um var að ræða fyrsta mál sinnar tegundar sem lögreglan á Íslandi rannsakaði.-
Maðurinn Sem Náðist Ekki
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Laugardaginn 20. desember 2003, um kl. 01.30, varð ung kona fyrir verstu árás sem kona getur orðið fyrir í velferðarsamfélagi okkar, sem kannski er best skipulagða samfélag í heimi. Konan var 29 ára gömul og var að læra uppeldisfræði. Henni hafði verið boðið í jólahlaðborð í Óðinsvéum og hún hjólaði heim á leið úr miðborginni. Þær hjóluðu saman tvær vinkonur en fóru svo hvor sína leið og eftir það varð konan fyrir grófri kynferðislegri árás.
Operation Germania
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Málið, sem sagt er frá hér á eftir, hófst með einu símtali frá Þýskalandi. Það þróaðist í góðri samvinnu milli landanna í það að verða með stærri fíkniefnamálum sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur rannsakað. Vissulega voru sumir Íslendinganna, sem komu við sögu, ekki nýliðar í þessum málum en þetta var nýtt skipulag sem aðilar þess töldu öruggt. Annað kom í ljós eins og fram kemur í þessari frásögn.
Morðtilræði á Dyssegård–lestarstöðinni
Norræn sakamál 2004
by Various Authors
read by Kristján Franklín Magnús
Part of the Norræn Sakamál series
Eftirfarandi saga lýsir því hvernig lítilfjörlegt atvik, það að tveir menn, hvor öðrum ókunnir, áttu samtímis leið um brautarpall á fáfarinni lestarstöð eina örskotsstund á vetrarkvöldi, hafði skelfileg áhrif á örlög þeirra beggja, áhrif sem aldrei verða afmáð eða dregin til baka. Annar varð næstum morðingi – hinn mun aldrei lifa því lífi sem hann ætlaði sér.
Sannleikurinn Í Blóði - Manndráp Í Reykjavík
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Þriðjudagurinn 6. júlí 2004 byrjaði eins og hver annar dagur í tæknideildinni. Starfsmenn hittust yfir kaffibolla og ræddu um verkefni síðustu helgar og ýmsar rannsóknir þeim tengdar. Árið hafði verið annasamt fram að þessu en þetta yrði líklegast bara viðráðanlegt sumar, ekki endalausir staflar af skýrslum, verkbeiðnum og rannsóknargögnum. Engan okkar grunaði að eftir hádegi þennan sama dag yrði komin upp önnur staða og við flestir uppteknir við rannsóknir og skýrslugerð næstu tvo mánuðina. Tæknideild LR starfar á landsvísu og megum við búast við því að geta verið ræstir út hvert á land sem er og á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Vont en það venst, eins og segir einhvers staðar. Við vorum grunlausir um að tveimur sólarhringum áður, aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí, hafði rúmlega þrítug kona verið myrt á hrottafenginn hátt, skammt frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Tuborgræninginn
Norræn sakamál 2003
by Various Authors
read by Kristján Franklín Magnús
Part of the Norræn Sakamál series
Ekki var sungið um það við vöggu Frank Mouritzens að hann yrði seinna meir einn af umtöluðustu sakamönnum Danmerkur.
Hann ólst upp, ásamt tveimur alsystkinum og einni hálfsystur, á efnuðu heimili í Álaborg. Faðirinn var verksmiðjueigandi. Hann rak pappírspokaverksmiðju sem gaf vel af sér. Fjölskyldan bjó í stóru einbýlishúsi og höfðu þjónustufólk – svo Frank ólst ekki aðeins upp í mjög vernduðu umhverfi, heldur einnig við meiri munað og töluvert meiri peninga á milli handanna en flestir jafnaldrar hans.
Allt Í Lagi, Þið Náðuð Mér!
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Með bættari tengslum Íslands við umheiminn fer þeim fjölgandi, erlendu aðilunum, sem rekur á fjörur íslenskrar lögreglu í tengslum við lögbrot. Sumum þeirra hefur tekist að smjúga úr greipum lögreglu víðs vegar um heiminn í brotastarfsemi sinni en eru svo gripnir hér, þar sem þeir misreikna hversu fámenn þjóðin er og hvað fáir valkostir eru til að komast að og frá landinu. Á sumarmánuðum 2005 munaði minnstu að einum slíkum tækist ætlunarverk sitt með fjársvikuÖllum nöfnum hefur verið breytt.
Málverkafölsunarmálið
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Sumarið 1997 hófst ein umfangsmesta lögreglurannsókn sem fram hefur farið á Íslandi, rannsókn sem hefur gengið undir nafninu MÁLVERKAFÖLSUNARMÁLIÐ. Málið snerist um að forráðamaður stærsta uppboðshúss landsins var grunaður um að hafa falsað eða látið falsa hátt í 200 málverk eftir flesta þekktustu og dáðustu listmálara Íslands og síðan blekkt viðskiptavini til að kaupa verkin. Grunur lék á um að um skipulagða brotastarfsemi hefði verið að ræða sem hafi staðið yfir árum saman. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum enda hafði það slík áhrif á málverkamarkaðinn á Íslandi að eftirspurn eftir myndverkum eftir látna, íslenska málara dróst verulega saman og verð féllu. Vantraust ríkti á íslenskum listaverkamarkaði sem varla hefur gróið um heilt enn. Áhrifin, sem málið hafði á feril og orðspor listamannanna sjálfra, voru þó enn alvarlegri, ekki síst þar sem þeir voru allir látnir og gátu því ekki sjálfir borið hönd fyrir höfuð sér. Segja má að tilraun hafi verið gerð til að breyta ásýnd og listamannaferli 13 af ástsælustu listmálurum Íslands. Heildarrannsókn málsins tók alls um 6 ár en ekki var unnt að beita hefðbundnum rannsóknaraðferðum nema að litlu leyti enda hafði engin sambærileg rannsókn fyrr verið framkvæmd á Íslandi. Þrátt fyrir nákvæmar athuganir víða um heim gátu rannsóknarar ekki fundið erlendar rannsóknir sem unnt var að byggja einstaka rannsóknarþætti á heldur urðu þeir að leita til fjölmargra innlendra og erlendra sérfræðinga og raða einstökum niðurstöðum þeirra saman í rannsóknarniðurstöður. Í þessari grein verður fjallað um fyrri hluta þessa máls sem varðar 3 málverk en sérstök ákæra var gefin út vegna þess hluta. Um síðari hluta málsins, sem snerist um 180 myndverk, verður fjallað síðar.
Kynferðisbrot, Þolendur Oftast Einir Til Frásagna!
by Various Authors
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Norræn Sakamál series
Rannsókn kynferðisbrota er oft frábrugðin öðrum lögreglurannsóknum. Þetta eru viðkvæm mál, fórnarlambið er andlega niðurbrotið, sjaldnast eru vitni að atburðinum sjálfum og sönnunargögn oft ekki til. Í raun standa oft orð brotaþola gegn orðum sakbornings. Miðað við þann fjölda sem leitar til Neyðarmóttöku fórnarlamba kynferðisbrota og Stígamóta er það aðeins lítill hluti þolenda kynferðisbrota sem leggur fram kæru til lögreglu og ekki fara öll kærð mál fyrir dóm. Sönnunarbyrði er þung þannig að oft er erfitt að sanna að kynferðisbrot hafi átt sér stað. En rannsóknin er ekki eingöngu til að sanna að kynferðisbrot hafi átt sér stað heldur einnig til að kanna hvort svo hafi ekki verið. Í einstaka tilvikum getur verið um ranga kæru að ræða og rangar sakir. Þá torveldar það oft rannsóknina að í sumum málum, sem koma til rannsóknar, er langt liðið frá atburðinum sjálfum, lífsýni finnast ekki auk þess sem ekkert vitni er til að staðfesta brotið. Í frásögn þessari er greint frá nokkrum málum sem ákært var í og sakborningar hlutu dóma. Ekki verður farið nákvæmlega í rannsókn málsins eða ákæruliði en aðeins kynnur þáttur rannsóknarlögreglu í málinu.
Rangur Maður Á Röngum Stað
by Various Authors
read by Kristjan Franklin Magnus
Part of the Norræn Sakamál series
Í febrúar 2002 kom upp manndrápsmál sem setti óhug að flestum lögreglumönnum sem að rannsókn málsins stóðu. Rúmlega fimmtugur maður lét lífið fyrir það eitt að vera á röngum stað á röngum tíma. Engin tengsl voru milli mannsins og árásarmannsins. Árásarmaðurinn, sem var 23 ára, átti engan afbrotaferil að baki. Hann lenti í klóm fíkniefna en neysla hans varð til þess að hann framdi þennan voðaverknað. -