Klassískar bókmenntir
audiobook
(0)
Umhverfis jörðina á áttatíu dögum
by Jules Verne
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Klassískar bókmenntir series
Phileas Fogg er Englendingur með mjög nákvæman persónuleika. Hann borðar morgunmat kl. 8:23, rakar sig kl. 9:37 og leggur af stað í Re-form klúbbinn kl. 11:30. Hann les, borðar og ferðast ekki. Einn dag, eftir að hafa lent í rifrildi vegna greinar á vegum the Daily Telegraph, veðjar hann við vini síni að hann geti ferðast í kringum allan heiminn á 80 dögum. Hann fer af stað, einungis í för með franska aðstoðarmanni sínum Passe-partout. Klukkan er 8:45 á miðvikudegi þann 2. október 1872 og hann ætlar sér að verða komin til baka fyrir 21. Desember. Umhverfis jörðina á 80 dögum er eitt frægasta verk Jules Verne. Kvikmynd var gerð eftir bókinni árið 2004 með Jackie Chan og Steve Coogan í aðalhlutverkum.-
audiobook
(0)
Róbinson Krúsó
by Daniel Defoe
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Klassískar bókmenntir series
Í sígildri sögu Daniel Defoe fer ungi Englendingurinn Róbinson Krúsó á sjóinn til að verða ríkur og upplifa mikil ævintýri, en endar þess í stað strandaður einn á eyðieyju. Hér verður hann að nota alla hæfileika sína og hugvitssemi til að lifa af - sérstaklega þegar það blasir við honum að eyjan er ef til vill ekki í eyði ...-
audiobook
(0)
Rómeó Og Júlía
by William Shakespeare
read by Johann Sigurdsson
Part of the Klassískar bókmenntir series
Rómeó er í öngum sínum yfir stúlku sem vill ekkert með hann hafa, svo vinur hans tekur hann með sér í veislu í von um að aðrar fallegar stúlkur muni leiða hugann frá henni. Það tekst svo sannarlega. Þegar Rómeó læsir augunum við unga Júlíu er ást við fyrstu sýn. Til allrar óhamingju uppgötva Rómeó og Júlía brátt að þau tilheyra fjölskyldum sem eiga í ættardeilum og verða þau að halda rómantík sinni leyndri.Frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið, Rómeó og Júlía, er vísun í bæði hreina sanna ást og harmleik. Óskarsverðlaunamyndin West Side Story um gengi New York-borgar sem berjast (og syngja) á götum úti er ein frægasta aðlögunin, sem og kvikmynd Baz Luhrmann frá árinu 1996, Romeo + Juliet með Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverkum.-
audiobook
(0)
Hamlet
by William Shakespeare
read by Hjalmar Hjalmarson
Part of the Klassískar bókmenntir series
"Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn."Hamlet segir söguna af hinum unga krónprins Danmerkur. Faðir hans heimsækir hann sem draugur, til þess að segja honum að það var frændi Hamlets, Kládíus, sem varð honum að bana. Hamlet virðist láta undan brjálæðinu og hyggur á hefndir frænda síns, sem hefur nýlega kvænst móður hans. Verandi hugulsamur í eðli sínu, ákveður hann að setja upp leikrit sem er byggt á kringumstæðunum sjálfum í þeirri von að frændi hans muni í kjölfarið gefa sig fram.Hamlet er eitt af frægustu verkum Shakespeare og er víða talið með fremstu bókmenntum skrifuðum á ensku. Það er ekki nema von að hlutverk Hamlets hafi verið eftirsótt af stórleikurum eins og Ethan Hawke, Jude Law og Jonathan Pryce. Lesið verkið bæði fyrir fallega textann sem og tilfinningaríku samræðurnar.-
Showing 1 to 4 of 4 results