Hin Eilífa Sería Barböru Cartland
audiobook
(0)
Týndir Töfrar
by Barbara Cartland
read by Margrét Örnólfsdóttir
Part 7 of the Hin Eilífa Sería Barböru Cartland series
Alton lávarður flýr til sveitaseturs síns í von um að finna frið og ró, fjúkandi reiður eftir mikla hjónabandserfiðleika. Árið er 1803 og England bíður innrásar Napoleon. Sannkölluð njósnahræðsla hefur náð tökum á landinu, svo þegar hr. Pitt hvetur Alton til þess að hafa uppi á svikara, tekur hann starfið að sér. Í skóginum hjá sveitasetrinu hittir hann unga konu. Hún neitar að segja til um hver hún sé, en þegar hún treystir honum fyrir því að hún sé skyggn, biður hann hana að líta inn í framtíðina. Hún segir honum að kona muni leggja snöru fyrir hann, að hann eigi að leita að persónu sem hann finni ekki og að framundan sé myrkur og blóð...-

audiobook
(0)
Hver Ertu, Ástin Mín?
by Barbara Cartland
read by Tinna Hrafnsdóttir
Part 8 of the Hin Eilífa Sería Barböru Cartland series
Nýr heimur opnast Kornelíu þegar hún flyst frá búgarði til London þar sem hún kynnist samkvæmislífi og veisluhöldum. Hún verður ástfangin af Drogo, hertoganum af Roehampton og verður ólýsanlega hamingjusöm þegar hann biður hennar. Það sem hana grunar ekki er að hann er í raun að giftast henni peninganna vegna og kemst hún að því alltof seint. En lífið verður heldur ekki dans á rósum fyrir hertogann. Þegar þau halda í undarlega brúðkaupsferð til Parísar verður Drogo raunverulega ástfanginn, en af hverri?-

audiobook
(0)
Á valdi ástarinnar
by Barbara Cartland
read by Tinna Hrafnsdóttir
Part 17 of the Hin Eilífa Sería Barböru Cartland series
Árið 1819 ferðast Lafði Vesta Cressintonfont einsömul frá Englandi á litlu eyjuna Katona í Miðjarðarhafinu, þar sem hún á að giftast Alexander prins, sem hún hefur aldrei áður hitt. Um leið og hún stígur fæti á eyjuna verður hún strax hrædd og einmana. Engin er þar til þess að taka á móti henni, sem er ekki það sem hún vænti sem framtíðar brúður prinsins. "Mér er sagt, að þér hafið komið án fylgdarliðs!" heyrir hún sagt úr munni Count Miklos Czakó, sem segir henni einnig að brotist hafi út stríð og að hún verði að snúa til baka til Englands. Vesta neitar því og Count fylgir henni til prinsins, aðeins til þess að finna það að Count vakti með henni tilfinningar sem hún vissi ekki að byggju innan með henni.-

audiobook
(0)
Brúður gegn vilja sínum
by Barbara Cartland
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 20 of the Hin Eilífa Sería Barböru Cartland series
Drottninguna langar til að refsa markgreifanum of Weybourne fyrir að taka þátt í einvígi og skipar hann sem fulltrúi sinn í brúðkaupi guðdóttur hennar, Clotildu og hins mun eldri Friðriks fursta. Hlutverk hans er að fylgja brúðurinni á löngu ferðalagi hennar til giftingarinnar. Á leiðinni er ráðist á föruneytið af hópi ræningja. Markgreifanum tekst að bjarga Clotilde en með tímanum verður honum ljóst að hann ætti einnig að bjarga henni frá því að ganga í hjónaband með lauslátum furstanum.-

audiobook
(0)
Fegurst allra
by Barbara Cartland
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 22 of the Hin Eilífa Sería Barböru Cartland series
Amorita Howe er feimin, hlédræg og býr við fátækt en hún er einnig falleg og góðhjörtuð. Hún elst upp með bróður sínum, Harry Howe hjá Nanny sem tók þau að sér þegar móðir þeirra dó. Þegar Nanny veikist þarf að senda hana í aðgerð sem systkinin eiga ekki fyrir. Amorita bregður á það ráð að mæta á dansleik hjá Jarlinum af Eldridge og taka þátt í keppni sem verður blásið til, í verðlaun gæti verið nægt fé til að bjarga Nanny og koma fjölskyldunni úr fjárhagsvanda.
Harry mótmælir uppátæki systur sinnar og vill frekar fá leikkonu í hlutverkið en fellst loks á það þegar hann sér að þau eiga engra annarra kosta völ. Eldridge, hinn alræmdi og töfrandi auðjöfur, ætlar sér að velja fegurstu stúlkuna í boðinu en til hvers segir hann ekkert um. En ekki er allt sem sýnist hjá Jarlinum og verður Amorita að sýna af sér mikið hugrekki.
Showing 1 to 5 of 5 results