Flibbinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Oflátungslegur flibbi bítur í sig þá hugmynd að hann sé kominn á giftingaraldur. Hann fer á fjörurnar við fallegt sokkaband í þvottakörfunni, en fær afdráttarlausa höfnun. Strauboltinn tekur málskrúði hans fortum fjarri og skærin sníða í hann rifu til að sýna vandlætingu sína. Loks leitar hann ásjár hjá greiðunni, en hún reynist lofuð öðrum. Þegar nálgast ævikvöldið hyggst flibbinn fegra sögu sína, og segir hana fjálglega. En dramb er falli næst og hans bíða nokkuð óvænt örlög. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Anna Lísa
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Anna Lísa er fríð og lífsglöð kona. Son eignast hún en enginn faðir í spilinu. Hún tekur á það ráð að gefa barnið verkamannahjónum. Sjálf ræður hún sig á heimili greifahjóna, og gerist brjóstmóðir sonar þeirra. Hún ber mikla ást til litla fallega drengsins en sjaldan hvarflar hugurinn að ljóta, bæklaða syni hennar sjálfrar. Sonur Önnu Lísu vex upp, án þess að vera elskaður af nokkrum manni. Hann hrekst á milli staða en ræðst að lokum háseti á bát. Ekki vill betur til en svo að báturinn ferst og drengurinn hverfur í hafdjúpin. Á meðan er Anna Lísa orðin feit og fín kona, en hefur steingleymt litla syni sínum. Þegar hún heldur einn daginn í heimsókn til greifadrengsins síns, verður þó bernskuheimili sonarins á vegi hennar. Þar fréttir hún af andláti hans og vitrast einkennileg sýn, sem verður til þess að vekja samvisku hennar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Koffortið Fljúgandi
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Forríkur kaupmaður, sem ávaxtað hefur pund sitt á besta mögulega máta fellur frá. Sonur hans er ekki lengi að taka sig til og eyða arfinum. Fljótlega stendur hann uppi allslaus og vinasnauður, fyrir utan einn, sem af hjartagæsku sinni yfirgefur hann ekki. Sá sendir honum koffort, sem er gætt þeirri undarlegu náttúru að geta flogið. Kaupmannssonurinn stígur um borð og flýgur til fjarlægra landa. Þar kemst hann í kynni við kóngsdóttur, sem á hvíla undarleg álög. Þau verða óðara ástfangin, en beita þarf brögðum til þess að vinna hugi tengdaforeldranna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Nýju fötin keisarans
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Keisari nokkur er óskaplega glysgjarn og sankar að sér fögrum munum og skrautlegum klæðum. Þegar ríki hans heimsækja tveir skraddarar, sem vefa undurfagurt efni þeirri náttúru gætt að vera ósýnilegt augum þeirra sem eru heimskir eða ekki stöðu sinni vaxnir, er hann ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Saumamennirnir tveir eru hinsvegar óforskammaðir þorparar, sem vefa á tóma vefstóla og stinga gullinu og silkinu sem ætluð eru til fatasaumsins í sína eigin sekki. Enginn af þegnum keisarans – hvað þá hann sjálfur – geta séð fegurð vefnaðarins, sem vonlegt er. En enginn er hins vegar tilbúinn að viðurkenna meinta heimsku eða vanhæfi í starfi. Og nú stefnir í óefni. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Prinsar og prinsessur
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Sökktu þér töfra og galdraheim Hans Christian Andersen, þar sem prinsar og prinsessur fara í spennandi ævintýri! Með uppáhalds prinsana og prinsessurnar þínar í aðalhlutverki, munu þessar sögur heilla jafnt börn sem fullorðna. Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Prinsessan á bauninniSvanirnir Koffortið fljúgandiEldfærin Hans KlaufiSvínahirðirinn
Næturgalinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í kínverska keisaradæminu er mikið um dýrðir, postulínshallir og skrúðgarðar gleðja þar gestsaugu. Öllum sem heimsækja staðinn ber þó saman um að af beri söngur næturgalans, sem syngur fyrir fátæka fólkið á kvöldin. Um þetta les keisarinn sjálfur í bók, dag nokkurn, og verður steinhissa á því að hafa ekki fyrr vitað um tilvist næturgalans. Óðara lætur hann senda út leitarflokk, til að finna fuglinn, svo hann megi hlýða á söng hans. Fuglinn syngur með mestu ánægju og keisarinn kemst við af fegurðinni. Fær hann nú fuglinum fasta stöðu við hirðina, sem hann gegnir ófrjáls um hríð, þar til stöðunni er ógnað af vélfugli sendum frá Japan. Þá sé litli fuglinn sér leik á borði, en fundum þeirra keisarans á þó eftir að bera aftur saman síðar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Móðirin
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Harmþrungin móðir situr yfir sóttarsæng barnsins síns þegar gamlan mann ber að garði. Hún býður honum inn en meðan á heimsókninni stendur rennur henni í brjóst örskots stund. Þegar hún vaknar aftur hefur gamli maðurinn, sem reyndar var dauðinn sjálfur, horfið burt og tekið veika barnið með sér. Yfirkomin af sorg leitar móðirin allra leiða til að elta dauðann uppi og endurheimta barnið sitt. Ýmsar hindarnir verða á leið hennar og hún verður að færa margar fórnir og stórar. Að endingu tekst henni að ná í skottið á dauðanum, en það er ekki fyrir hvern sem er að breyta framgangi örlaganna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Stúlkan, sem gekk á brauðinu
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Stúlkan Inga er reglulega illt og óprúttið barn. Hún iðkar það að kvelja þá sem minna mega sín, auk þess sem drambsemi hennar er svo mikil að hún sér ekki sólina fyrir sjálfri sér. Er hún vex úr grasi versnar hún um allan helming, en þar sem hún er einstaklega fríð sýnum fyrirgefst henni margt. Dag einn er hún á leið í heimsókn til foreldra sinna. Meðferðis hefur hún brauð sem húsmóðir hennar hefur gefið henni til að færa fátækri móður sinni. Kemur hún þá að forarpolli og óar við að óhreinka skóna sína fínu. Bregður hún á það ráð að kasta brauðinu í pollinn til að stíga á það. Ekki vill þó betur til en svo að hún sekkur á bólakaf og lendir í brugghelli mýrarkonunnar. Þar eru staddir heldur en ekki merkir gestir, þau kölski og amma hans. Sú gamla krefst stúlkunnar Ingu sér til handa, og hefst þá píslarvist hennar í helvíti. En á drambsama stúlkan afturkvæmt?Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Farlami drengurinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Á herragarði nokkrum búa rík hjón, sem leggja mikið uppúr því að gera þeim gott sem minna hafa milli handanna en þau sjálf. Til hjúa þeirra teljast meðal annarra garðyrkjuhjón, sem eiga dreng sem ekki getur stigið í fæturna. Jólahátíð nokkra gefa herragarðshjónin öllum börnunum nýja flík, nema þessum farlama dreng. Honum senda þau sögubók, og þykir foreldrum hans fremur lítið til koma. Drengurinn verður mjög elskur að bókinni og les í henni hverja lausa stund. Þar kemur að foreldrar hans spyrjast fyrir um efni bókarinnar, og segir hann þeim þá sögu sem af má lærdóm draga. Þau heillast mjög af boðskapnum og meta söguna mikils. En bókin á eftir að breyta lífi fjölskyldunnar meira en þau órar fyrir. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Nágrannafjölskyldurnar
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Við þorpstjörnina er margskonar menningu að finna. Þar eru endur á sundi, rósir blómstra á runna og gráspörvafjölskylda býr um sig í svöluhreiðri. Allar hafa þessar verur lífsanda í brjóstum sér og upplifa heiminn og veröldina á mismunandi hátt. Rósunum þykir allt gott og fagurt, þær gleðjast yfir öllu í umhverfinu og taka ævintýrum lífsins fagnandi. Gráspörvamamma lætur sér aftur á móti fátt um fegurðina finnast, telur hana hjómið eitt og rétt til þess fallin að gogga í hana. Margt átti eftir að koma fyrir á ævi þessara grannfjölskyldna áður en yfir lauk, og örlögin að tvinna saman þræði þeirra á ýmsa og ólíka vegu. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Penninn og blekbyttan
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Á skrifborði skáldsins takast penninn og blekbyttan á. Ágreiningsefnið er hvort þeirra eigi stærri þátt í sköpun eiganda síns. Blekbyttan stendur á því að öll þau undur sem penninn færi á blaðið séu sótt í hennar dimmbláu djúp. Penninn hinsvegar vill ekki láta gera lítið úr sinni milligöngu í málinu, enda sé það hann sem færi hugmyndirnar í letur, með hjálp styrkrar handar síns skáldlega bróður. Um þetta þræta þau uns skáldið sjálft skilar sér heim. Það hefur þá verið á undursamlegum fiðlutónleikum og er sannarlega uppnumið. Í hrifnæmisástandi sínu sest það niður og skrifar sína eigin hugleiðingu um sköpunina og hinn raunverulega meistara hennar. En niðurstaðan er hvorki pennanum né blekbyttunni í hag. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Tindátinn Staðfasti
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í tindátaöskjunni er einn sem sker sig úr. Sá er tindátinn sem vantar á annan fótinn, sökum þess að tinið var uppurið þegar búið var að steypa bræður hans. Dátinn lætur fótskortinn þó ekki á sig fá og stendur jafn stöðugur og hinir. Saman flytja þeir á nýtt heimili þar sem kennir ýmissra grasa í leikfangaherberginu. Mest af öllu heillast tindátinn þó af fagurri dansmey, sem líkt og hann stendur á öðrum fæti. Hún er þó umtalsvert hærra sett og býr í kastala. Það kemur ekki í veg fyrir að tindátinn unni henni hugástum. Þegar nóttin leggst yfir og heimilisfólkið fer að sofa bregða barnagullin á leik. Það gengur á með dansi og látum, hjá öllum nema tindátanum og dansmeynni. Bæði standa staðföst á sínum eina fæti og horfast á af einbeitni. En tindátinn átti eftir að taka á honum stóra sínum og lenda í ýmsum hremmingum áður en hann fengi að nálgast ástina sína. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Þumalína
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Gamla konu dreymir um að eignast litla dóttur og þegar galdranorn útvegar henni byggkornið, sem úr skríður stúlkan Þumalína, verður hún himinsæl. Þumalína litla er ekki stærri en þumall, og unir hag sínum vel á eldhúsborði konunnar, þar sem hún leikur sér í vatnsdiski og sefur í ofurlítilli valhnetuskurn. En ekki fær anginn litli lengi að lifa eins og blómi í eggi. Hræðileg froskpadda verður hennar vör, og sér í henni ákjósanlega brúði handa syni sínum, sem bæði er ógeðfelldur og illa talandi. Paddan bregður á það ráð að nema Þumalínu á brott, með sæng og öllu saman. Þetta er þó bara upphaf þeirra hrakninga sem bíða stúlkunnar litlu, sem á eftir að flækjast um heiminn og standa frammi fyrir fleiri en einu óspennandi bónorðum. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Rauðu Skórnir
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Stúlkan Katrín er sárafátæk, en á dánardegi móður hennar gefur gamla skóarakonan henni rauða skó. Katrínu þykja skórnir undurfagrir og ber þá við útför móður sinnar. Í kjölfarið verður hún fyrir þeirri lukku að gömul sterkefnuð kona tekur hana að sér. Þeirrar fyrsta verk verður að brenna rauðu skóna og fata Katrínu uppá nýtt. Hún lifir nú sældarlífi undir verndarvæng gömlu konunnar um nokkra hríð. Þegar kemur að því að kaupa á hana fermingarfötin fara þær meðal annars til skósmiðsins. Katrín heillast þar af eldrauðum skóm, sem minna hana á bernskuskóna – en gamla konan tekur því fjarri. Þannig vill þó til að henni er farin að daprast sjón, svo Katrín leikur á hana, en það hefur alvarlegar afleiðingar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Snigillinn og rósviðurinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í fögrum garði er margt að finna, ýmsar blómplöntur og jurtir lifa í sátt og samlyndi við smádýrin. Fyrir utan garðinn lifa stærri skepnur, svo sem kýr og kindur. Rósaviður er þar einn, sem springur út með fögrum blómstrum sumar hvert. Undir honum býr snigill sem hefur nokkuð háleitar hugmyndir um sjálfan sig. Rósaviðurinn og snigillinn eru sannarlega ekki sammála um aðalatriðin í lífinu. Þau takast á undir ólíkum formerkjum, en þegar öll kurl eru komin til grafar er erfitt að segja hvort hefur rétt fyrir sér. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Litla Stúlkan Með Eldspýturnar
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Berfætt og gegnköld reikar lítil stúlka um götur borgarinnar. Alltof stórum skónum tapaði hún við að flýja undan hraðskreiðum vögnum og nú eru fætur hennar, jafnt og hendur, bólgin af kulda. Það eina verk sem henni var falið, að selja eldspýtnabréf, hefur mistekist. Enginn hefur keypt og auralaus þorir hún ekki heim. Í ráðaleysi sínu sest hún skjálfandi niður í húsasundi, og freistast til að kveikja á einni eldspýtu til að orna sér ofurlítið við. Bjarmi þeirra birtir henni þær yndislegustu tálsýnir um hlýju og velsæld sem hún hefur nokkru sinni getað látið sig dreyma um. Eina af annarri lætur hún eldspýturnar blossa, og hver og ein færir henni nýja draummynd. En sú síðasta verður henni afdrifarík. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Sögur Um Vonina
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Hvað er von? Vonin skín í gegn um ævintýrin í þessu safni. Láttu Hans Christian Andersen heilla þig og láttu uppáhalds sögupersónurnar þínar kenna þér um vonina og hvernig hægt er að finna hana á jafvel myrkustu tímum! Safn fyrir forvitna og samúðarfulla unga og fullorðna lesendur.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Svanirnir Næturgalinn Koffortið fljúgandi Litla stúlkan með eldspýturnar Svínahirðirinn
Sálin
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Ungur listamaður þjáist af nánast ólæknandi fullkomnunaráráttu. Það er sama hversu fögur verkin hans eru, hann eyðileggur þau öll, því hann er ekki ánægður með útkomuna. Dag einn á hann ferð framhjá furstahöll, og sér hina undurfögru dóttur furstans. Slíka fegurð hefur hann aldrei fyrr augum litið, hann verður óðara ástfanginn af henni og flýtir sér heim til að móta mynd hennar úr leir. Styttan af stúlkunni verður engu öðru lík. Allir dáðst að henni og ungi listamaðurinn ákveður að móta hana í marmara. Þá vill svo heppilega til að faðir hennar, furstinn, á leið hjá og festir óðara kaup á hinni fögru marmaramynd. Listamaðurinn keppist við að ljúka verkinu og færa það til furstahallarinnar og líta ástina sína augum. En óendurgoldin ást getur valdið miklum straumhvörfum, og það á ungi maðurinn eftir að reyna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Sögur UM hugrekki
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Hvað er hugrekki? Hvað þarf til þess að vera hugrakkur? Hvernig lýsir hugrekki sér? Fylgdu sögupersónum Hans Christian Andersen í ævintýrum sínum og uppgötvaðu hvað hugrekki þýðir fyrir þær. Safn fyrir forvitna og samúðarfulla unga og fullorðna lesendur. Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Þumalína Tindátinn staðfasti Óli Lokbrá
Sögur UM ástina
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Hvað er ást? Hvað þarf til þess að elska? Láttu ástkæru sögupersónurnar hans Hans Christian Andersen sýna þér hvernig ást getur verið, hvað þarf til að elska og hvernig ást getur birst á ólíka máta. Safn fyrir forvitna og samúðarfulla, unga og fullorðna lesendur.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Hafmeyjan litla Ljóti andarunginn Móðirin Tindátinn staðfasti
Jólaævintýri
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Úrval dásamlegra jólaævintýra eftir hinn ástsæla höfund Hans Christian Andersen sem gaman er að njóta á notalegum vetrarkvöldum. Láttu hrífast með inn í töfraveröld eins rómaðasta ævintýraskálds allra tíma. Enn í dag, næstum því tveimur öldum eftir að þau birtust fyrst á prenti, segja hin sígildu ævintýri H.C. Andersen okkur ótal dæmisögur um hið góða og hið illa, um ástina og sorgina, um þrautseigju í erfiðum aðstæðum. 'vintýrin höfða vel til barna, en veita fullorðnum lesendum einnig margt að hugsa um! Rifjaðu upp gömul kynni af uppáhaldsævintýrum bernskuáranna og opnaðu ungum lesendum leið inn í heillandi hugarheim H.C. Andersen – nú, þegar jólin eru alveg að ganga í garð...
Sögur Um Sannleikann
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Hvað er sannleikur? Það er varla til betri leið til að læra um sannleikann en gegnum ævintýri Hans Christian Andersen. Söguþráður þessara ævintýra skapar góðann grunn til að hugsa og ræða um sannleikann og siðferðislega fleti hans. Safn fyrir forvitna og samúðarfulla, unga jafnt og eldri lesendur, sem langar að sökkva sér í töfraheim hins ástkæra höfundar.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Nýju fötin keisaransSnædrottningin Hans Klaufi
Brellni Drengurinn
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Lítill hrakinn drengur guðar á glugga hjá gömlu góðhjörtuðu skáldi. Það bjargar honum inn úr óveðrinu, gefur honum mat og drykk sem hressir hann við. En drengurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Hann kveðst heita Amor og launar skáldinu greiðann á fremur kaldranalegan hátt. Seinna kemur í ljós að hann hefur sitt hvað fleira á samviskunni, og skáldið varar unga lesendur við samneyti við þennan óprúttna pilt. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Storkarnir
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Storkafjölskylda nokkur á sér hreiður á þaki yst í þorpinu. Þar stendur storkapabbi á öðrum fæti en storkamamma gætir hreiðursins með ungunum í. Á hverjum degi koma börnin úr þorpinu og leika sér í námunda við hreiðrið. Þegar þau sjá storkana taka þau verstu þeirra uppá því að syngja ljóta vísu, sem meðal annars fjallar um hræðileg örlög sem ætluð eru storkaungunum. Þeir verða sem von er óttaslegnir og sækja huggunar til móður sinnar, sem reynir að fá þá til að láta sem ekkert sé. Storkarnir litlu vaxa úr grasi og ala með sér hefndarhug í garð barnanna sem sungu kvæðið. Þegar þeir hafa verið teknir í fullorðinna tölu og ráða sér sjálfir, hyggjast þeir láta til skarar skríða. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Silfurskildingurinn
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Silfurskildingur nokkur kemur skínandi fagur í heiminn. Hann er hinn kátasti og hlakkar mjög til þess að fara um víða veröld, enda á það fyrir honum að liggja. Framan af ævinni fer hann glaður manna á milli, og kynnist þannig ólíkustu einstaklingum. En dag nokkurn vill svo til að hann er staddur í buddu manns, sem er á leið í ferð um fjarlæg lönd. Á ferðum mannsins kynnist skildingurinn myntpeningum frá mörgum löndum, en lítið sér hann sig þó um í heiminum. Í forvitni sinni gægist hann uppúr buddunni, en ekki vill betur til en svo að hann hratar uppúr henni og villist út í óvissuna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Förunauturinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Jóhannes er hjartahreinn ungur maður sem í upphafi sögunnar situr við dánarbeð föður síns. Eftir lát gamla mannsins ákveður hann að halda út í heiminn, með föðurarf sinn og fátæklegar eigur í veganesti, ásamt einlægri trú á góðan guð. Á ferð sinni gerir hann ýmis góðverk, svo sem að gefa aleigu sína þorpurum sem hyggjast svívirða lík látins manns. Eftir að hafa verið nokkurn tíma á ferðinni verður á vegi hans sérstæður förumaður, og ákveða þeir að fylgjast að. Sá hefur í fórum sér töfrasmyrsl sem læknað getur hverskonar krankleik, en í laun fyrir slíka greiða þiggur hann ýmis einkennileg amboð. Félagarnir fara víða og koma loks til borgar nokkurrar, þar sem Jóhannes verður yfir sig ástfanginn af fagurri konungsdóttur. Sú reynist hin mesta galdrakind, sem hefur líf margra vonbiðla á samviskunni. Þá kemur Jóhannesi vel að eiga sér fjölkunnugan förumann að vini. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Grenitréð
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Fallegt lítið grenitré stendur í skógi og á sér þann draum heitastan að verða stærra og fallegra og öðlast æðri tilgang. Fegurð hversdagsins fer framhjá því meðan það hugsar ekki um annað en að stækka. Utan að sér heyrir það sögur af stórum grenitrjám sem breytast í siglutré en fljótlega verður æðsta takmarkið að fylgja mönnunum heim og verða jólatré. Er líður að jólum er grenitréð höggvið og ver sínu hamingjuríkasta kvöldi og nótt skreytt fegurstu djásnum og prjáli. En draumurinn endist ekki lengi og strax að loknum jólum er því kastað í geymslu á háaloftinu, þar sem óvænt ævikvöld bíður þess. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Barnið í gröfinni
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Fjölskylda nokkur verður fyrir þeim harmi að missa yngsta barnið og einkasoninn. Eldri systur hans tvær og faðir þeirra eru yfirkomin af sorg, en mest líður þó móðirin. Dagana eftir andlát barnsins verður hún sífellt örvæntingarfyllri og tapar raunveruleikaskyni sínu. Svo mjög syrgir hún drenginn að hún hættir að taka eftir dætrum sínum og eiginmanni. Nóttina eftir að barnið er grafið laumast móðirin út og leggur leið sína í kirkjugarðinn. Þar situr hún við gröfina og óskar þess að sameinast barninu sínu á ný. En þá ber óvæntan gest að garði. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Gæfuskórnir
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í anddyri veislu nokkurrar sitja tvær konur. Þær eru þó ekki allar þar sem þær eru séðar, því þegar betur er að gáð, reynist önnur þeirra vera ein af dísum Gæfunnar en hin er Sorgin sjálf. Gæfudísin hefur farið víða um daginn og gefið fólki af gæfu sinni. Hróðug segir hún Sorginni frá því að í dag sé afmælisdagur hennar, og því muni hún skilja eftir í fatahenginu eitt par af gæfuskóm þeirrar náttúru, að hver sem þá ber fær hverja sína ósk uppfyllta. Sorgin telur litla gæfu muni fylgja þessum skóm, þvert á móti muni eigendur þeirra verða ósælir meðan þeir beri þá. Gæfudísin telur það af og frá, en Sorginni ratast satt á munn. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Hafmeyjan litla
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Hafmeyjan litla er yngst sex systra sem alast upp hjá föður sínum, hafkónginum, og ömmu sinni á hafsbotni. Systurnar alast upp sem perlur í ostruskeljum undirdjúpanna, en láta sig dreyma um heiminn ofan hafsins. Á fimmtán ára afmælisdaginn fá þær loksins leyfi til að synda upp úr sjónum og skoða mannheima. Litla hafmeyjan sér á eftir systrum sínum einni af annarri upp á yfirborðið, allar heillast þær af ólíkum hlutum en verða fljótlega leiðar á landinu og sækja aftur í hafdjúpin. Þegar hinn langþráði afmælisdagur rennur loksins upp syndir hafmeyjan litla upp á yfirborðið full eftirvæntingar. Þar hittir hún fyrir skip ungs konungssonar og verður samstundis ástfangin af honum. Þegar skipið ferst í óveðri bjargar hún prinsinum unga og kemur honum á þurrt land. Sjálf snýr hún aftur í hafdjúpin, en getur ekki gleymt ástinni sinni. Að lokum ákveður hún að fórna heimkynnum sínum og sporðinum til að lifa í samfélagi manna. En sú ákvörðun hefur víðtækar og sársaukafullar afleiðingar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Svínahirðirinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Fátækur kóngsson á sér þann draum heitastan að fá keisaradótturina fyrir konu. Sú er þó hofróða nokkur og hvarflar ekki að henni að þýðast hann, þrátt fyrir að hann sé eftirsóttur meðal kvenna. Hún hafnar öllum hans fögru gjöfum á þeim forsendum að tilbúnir hlutir séu eigulegri en undur náttúrunnar. Kóngssonur bregður á það ráð að dulbúast sem svínahirðir og gabba prinsessuna til lags við sig. En oft leynist flagð undir fögru skinni – og öfugt!Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Svanirnir
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í fjarlægu landi búa tólf systkin, ellefu bræður og ein systir. Börnin eru konungborin og lifa lífi sínu eftir því, þar til þau verða fyrir því óláni að faðir þeirra kvongast á ný. Nýja drottningin er reglulegt galdraflagð. Dótturina sendir hún í burtu úr höllinni en á synina leggur hún þau álög að þeir breytist í svani á björtum degi og megi einungis öðlast sitt mennska form er sól hnígur til viðar. Þegar systirin, Elísa, er orðin fimmtán ára hittir hún bræður sína á ný og verður vísari um örlög þeirra. Hún sver þess dýran eið að rifta álögunum sama hvað það kosti. Henni vitjast lausn í draumi, en sú er ekki þrautalaus og fleiri steinar eiga eftir að verða í götu hennar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Litli Kláus Og Stóri Kláus
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Litli Kláus á einn hest, en stóri Kláus fjóra. Alla daga vikunnar nema sunnudag verður litli Kláus að lána sinn eina hest fyrir plóginn með hestum stóra Kláusar. Á sunnudögum hefur hann þó hópinn fyrir sig og færist kapp í kinn við jarðvinnuna. Hann freistast til að eigna sér hrossin í huganum og í orði, en það getur stóri Kláus ekki þolað og drepur hestinn hans litla Kláusar. Sársorgmæddur heldur litli Kláus af stað í ferð með hrosshúðina með sér í pokaskjatta. Fyrstu nóttina biðst hann gistingar hjá bændahjónum, sem hann á síðar eftir að leika laglega á. En sú brella er bara sú fyrsta í röð bellibragða sem hann notar til að ná fram hefnd sinni á stóra Kláusi. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Hans Klaufi
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Prinsessa nokkur hefur látið þau boð út ganga, að hún muni taka sér fyrir eiginmann þann biðil sem best komi fyrir sig orði. Allir þeir ungu menn sem nokkuð telja sig hafa til brunns að bera leggja af stað í bónorðsför. Það gera einnig bræður tveir sem þykja afburða gáfaðir. Faðir þeirra ljær þeim gæðinga mikla til fararinnar, en þegar þeir eru við það að hleypa úr hlaði birtist þriðji bróðirinn. Sá þykir heldur fákænn, en er engu að síður staðráðinn í að vinna ástir prinsessunnar. Bræður hans gera að honum stólpa grín, en mun Hans Klaufi reynast sá orðsnjallasti af öllum saman?Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Ljóti Andarunginn
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Andarkollan er himinlifandi þegar eggin hennar klekjast út og úr þeim skríða fallegustu andarungar sem hún hefur augum litið. Eitt eggið er stærra en hin og lætur bíða eftir sér, en andamamma ákveður að liggja nú á því samt, jafnvel þótt hænan hafi varað hana við að það sé áreiðanlega kalkúnaegg! Ekki er það kalkúni sem úr egginu kemur, en það er þó sannarlega ljót og einkennileg önd. Ljóti andarunginn er píndur og hrakinn um húsagarðinn. Hvar sem hann fer mætir honum sama viðhorfið, hann er ekki eins og hann á að vera og verður því að reyna að breytast. En það er hægara sagt en gert að vera annað en það sem hjartað býður þér. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. -
Gamla húsið
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Innan um nýju húsin við götuna stendur ennþá eitt gamalt hús. Flestir hafa horn í síðu þess, þar sem það sker sig úr nýbyggingunum og er illa viðhaldið. Einn er þó sá, sem geðjast vel að gamla húsinu, en það er ungur drengur sem býr í nýlegu húsi gengt því. Dag hvern horfir hann á húsið út um gluggann og sér þá söguna ljóslifandi sér fyrir hugskots sjónum. Þegar drengurinn kemst að því að í gamla húsinu búi einmana gamall maður kemst hann við, og ákveður að senda honum annan tindátann sinn að gjöf. Þessi örláta og óvænta sending verður til þess að kveikja vináttu milli kynslóða, sem markar djúp spor í báðar áttir. Og seinna verða tákn um veröld sem var. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Sögukorn
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Úti er vor og allt í blóma. Gróðurinn er að vakna og ungviðið skríður úr eggjum. Þessi fegurð og birta umhverfisins eru þó í hrópandi andstöðu við það sem á sér stað inni í nærliggjandi kirkju. Þar flytur klerkurinn miklar eldmessur, þar sem hann fordæmir óforbetranlega syndara til eilífrar vítisvistar með tilheyrandi kvölum og pínu. Prestskonan situr eftir þegar predikuninni er lokið og kemst við. Ekki er það þó af helvítisótta heldur dregur hún í efa að fjöldi bersyndugra sem eigi sér engar málsbætur, sé jafn mikill og orð mannsins hennar benda til. Hjónunum ber ekki fyllilega saman um þetta efni, skorið mun verða úr um málið fyrr en þau grunar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Rósarálfurinn
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í fegurstu rósinni í garðinum býr agnarlítill álfur, svo lítill að ekkert mannlegt auga fær greint hann. Kvöld eitt er hann svo seint á ferð að rósin hans hefur lokað blöðum sínum. Á næturgöltri sínu um garðinn gengur hann fram á elskendur á ástarfundi, og verður í kjölfarið vitni að voðaverki. Knúinn áfram af gæsku og samúð með ástfangna unga fólkinu leggur hann upp með það að markmiði að illvirkinn fái makleg málagjöld. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Eldfærin
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Ungur dáti á leiðinni heim úr stríði mætir gamalli kerlingu. Sú segir honum að geri hann henni lítinn greiða skuli hann eignast alla þá peninga sem hann getur óskað sér. Verkefnið sem honum er falið er að klifra niður í holan trjástofn og sækja gömul eldfæri. Þar mæta honum hundar þrír, sem hafa augu á stærð við undirskálar, mylnuhjól og sívaliturna, og gæta hver um sig kistla með kopar-, silfur- og gullpeningum. Kerlingin kenndi honum brellu til að leika á hundana og hann fyllir vasa sína af gullpeningum. En mikill vill meira og í ágirnd sinni á eldfærunum dularfullu drepur hann kerlinguna og heldur til borgarinnar að lifa í vellystingum. Þar uppgötvar hann galdramátt eldfæranna sem verða upphafið að atburðarrás græðgi og klækjabragða.Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Engillinn
by H. C. Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
"Í hvert skipti, sem gott barn deyr, kemur engill frá guði niður á jörðina, tekur dauða barnið sér í faðm, breiðir út stóru, hvítu vængina sína og flýgur á alla þá staði, sem barninu þótti vænt um í lifanda lífi." Þannig hefst sagan um engilinn, sem einmitt er að sækja eitt slíkt barn og leggja í þess hinstu för. Saman fara þau víða yfir þau svæði sem barninu voru kær, og safna saman blómum til að færa með sér til himnaríkis. En áður en þangað skal haldið vill engillinn gera óvæntan stans, því hann hefur sögu að segja. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Síðasti draumur eikitrésins gamla
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Í þrjúhundruð sextíu og fimm ár hefur gamla eikitréð staðið á sama stað í skóginum. Okkur virðist það óralangt, en fyrir öldunginum er tíminn afstæður og eitt ár virðist jafnast á við einn dag í okkar lífi. Enn annar tímamælikvarði er á lífi dægurflugunnar, sem flögrar í kring um blöð eikarinnar. Þær talast við um tímans rás, en skilja ekki hvor aðra. Þegar hausta tekur færist nótt yfir gamla eikitréð. Það fellir laufin og vefur sig í mjúkan fannarfeld, sofnar og leggst í dvala. Í vetrarsvefninum dreymir það einkennilegan draum, sem reynist vera fyrirboði, eða jafnvel birtingarmynd raunveruleika. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.-
Vintýri og sögur
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Lítill, ljótur andarungi reynist vera fallegur svanur. Snædrottningin er með ís í hjartanu og litla hafmeyjan þráir að losna við fjötra hreisturs og sporðs og ganga tveimur fótum meðal manna. 'vintýraheimur Hans Christians Andersens er flestum að góðu kunnur. Þó eftir hann liggi bæði skáldsögur, leikrit og ljóð eru það listævintýri hans sem lifa með lesendum, jafnt í bóklegri- og munnlegri geymd. Þó börn séu ötulir lesendur ævintýra höfða sögur H.C. Andersen jafnt til eldri lesenda, sem eru ekki síður færir um að líta milli línanna, sársaukann, þjóðfélagsádeiluna, gleðina og boðskapinn sem þar er að finna. Brugðið er upp mynd af töfrunum í hversdagsleikanum, sem oft er býsna napur í fátæktinni en einnig af sönnum ævintýraheimum, sem leynast undir yfirborðinu. Safnið 'vintýri og sögur geymir 14 af hans fegurstu ævintýrum í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, sem færði stóran hluta verka Andersens yfir á íslensku.
Strætisljóskerið gamla
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Við götu nokkra stendur gamalt strætisljósker. Það hefur staðið þar alla sína strætisljóskers tíð og þekkir ekkert annað. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum því þetta er síðasta kvöld þess í embætti sínu. Daginn eftir skal það fært á skrifstofuna og örlög þess ráðin af embættismönnum. Ljóskerið gamla kvíðir framtíðinni sem er býsna loðin, hvort það verði brætt niður eða flutt í annan stað. Mest óttast það þó að tapa þeim minningum sem það hefur öðlast gegnum ævina. Nú og einnig að skiljast við næturvörðinn og konu hans. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.
Hún amma
by Hans Christian Andersen
read by Johann Sigurdsson
Part of the Hans Christian Andersen's Stories (Icelandic) series
Hún amma er orðin gömul, en þó er hún bæði falleg og vitur. Engin segir sögur eins og hún og margt hefur hún lært á langri ævi. Ein eign er henni kærust, en það er þurrkuð rós, sem hún geymir inni í sálmabókinni sinni. Fyrir kemur að amma opnar sálmabókina og virðir rósina fyrir sér. Vöknar henni þá um augun og tárin falla á þurrkað blómið. Þá er eins og rósin gamla lifni, blöðin breiðist út og ilminn leggi um herbergið. Amma verður ung á ný, glóbjört og brosandi, fögur stúlka á ástarfundi. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.