Elskar mig
audiobook
(0)
Við Kristján
by Line Kyed Knudsen
read by Tinna Hrafnsdóttir
Part 4 of the Elskar mig series
Ég sit þarna þangað til það er hringt út úr tímanum. Þá stend ég upp og bíð eftir því að Kristján komi út. Hann er síðastur út úr stofunni. Ég legg af stað þegar hann kemur fram. Þá lítur út fyrir að við séum að rekast hvort á annað af tilviljun. Ég geng líklega aðeins of langt því ég rekst bókstaflega utan í hann. "Úps, fyrirgefðu," segi ég og brosi því ég get ekki annað. Jóhanna var lögð í einelti í Akraskóla og ætlar að byrja upp á nýtt í nýjum skóla, þar sem Inga og Ella eru með henni í bekk. Þar hittir hún afleysingarkennarann Kristján, sem er aðalsöngvarinn í hljómsveit. Jóhanna elskar að syngja og skráir sig í söngleikinn sem Kristján leikstýrir. Eina vandamálið er að Jóhanna verður yfir sig ástfangin af honum...Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.
audiobook
(0)
Elskar Mig, Elskar Mig
Bækur #1-4
by Line Kyed Knudsen
read by Tinna Hrafnsdóttir
Part of the Elskar mig series
Elskar mig, elskar mig ekki er sería sem samanstendur af fjórum bókum um vinkonurnar Ingu, Soffíu, Ellu og Jóhönnu og þeirra fyrstu reynslu af ástinni. Bækurnar fléttast listilega vel saman, þar sem lesandi fær að kynnast sjónarhorni hverrar sögupersónu á sama málinu - allar hliðar teningsins eru kannaðar. Þessi leið höfundar að skrifunum vekur upp ákveðna samkennd með hverri persónu, þar sem bakgrunnur þeirra er kynntur og lesandi öðlast frekari skilning á gjörðum hverrar vinkonu. Það sem lesandi situr eftir með er það að dæma ekki bókina af forsíðunni, heldur að sjá undir yfirborðið þar sem í ljós kemur að allir eru að ganga í gegnum eitthvað sem hefur áhrif á þeirra dagsdaglega líf.Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.
Showing 1 to 2 of 2 results