Elling (Icelandic)
audiobook
(0)
Elling: Paradís Í Sjónmáli
by Ingvar Ambjørnsen
read by Kristján Franklín Magnús
Part 1 of the Elling (Icelandic) series
"Mamma dó. (…) Hún var einbirni. Ég var einbirni. Það kom enginn í heimsókn."
Á þessum nótum hefst fyrsta bókin í ritröðinni um Elling, einmana sérkennilegan mann sem lesendur komast ekki hjá að þykja vænt um, enda sjá þeir sig sjálfa í honum. Elling býr í blokk í Osló með móður sinni og virðast þau aðeins hafa félagsskap hvort af öðru. Þegar móðir Ellings deyr tekst hann á við einmanaleikann með því að kaupa sér stjörnukíki sem hann notar til að fylgjast með nágrönnum sínum og lifa sig inn í tilveru þeirra. Þannig uppgötvar hann að allir eiga sér leyndarlíf og enginn er eins og hann virðist vera út á við.
audiobook
(0)
Elling: Fugladansinn
by Ingvar Ambjørnsen
read by Kristján Franklín Magnús
Part 2 of the Elling (Icelandic) series
Önnur bókin í seríunni um Elling er sjálfstætt framhald þeirrar fyrstu, Paradís í sjónmáli. Þegar hér er komið við sögu er aðalpersónan Elling kominn á geðsjúkrahús, þar sem hann deilir herbergi með manni að nafni Kjell Bjarne. Með þeim tveimur tekst fljótt ansi sérstök vinátta, þar sem báðir eiga það sameiginlegt að hafa verið mjög einmana í gegnum tíðina. Á spítalanum tekur Elling einnig til við að skrifa hugsanir sínar og hugleiðingar niður, nokkuð sem gefur lesandanum enn betri innsýn inn í sérkennilegan hugarheim hans. Hann fær það verkefni að skrifa um ferðalag sitt með móður sinni til Benidorm, en það ferðalag endaði með ósköpum.
Kvikmyndin "Mors Elling" var gerð eftir bókinni.
Showing 1 to 2 of 2 results