Hjarta Mitt Hrópar Á Þig
by Erling Poulsen
read by Vera Guðrún Borghildardóttir
Part 1 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Frank Holt er á leiðinni til Agadir í Morocco til þess að sameinast fjölskyldu sinni. Sonur hans, Tom, bíður föður síns með mikilli eftirvæntingu en stjúpmóðir hans virðist ekki sama sinnis. Áður en Frank kemst á leiðarenda skekur kröftugur jarðskjálfti borgina og veldur mikilli eyðileggingu. Það sem áttu að vera ljúfir endurfundir breytast fljótt í martröð þegar Frank í örvæntingu leitar fjölskyldu sinnar í húsarústunum. Grunlaus um ráðabrugg eiginkonu sinnar áttar Frank sig ekki á að hætturnar liggja víðar en í hamförunum.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Ást Í Skugga Óttans
by Erling Poulsen
read by Lovísa Dröfn
Part 2 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Þegar Róbert Lund heyrir hræðilegt kvenmannnsóp og byssuskot á göngu sinni bregst hann snögglega við ef hann gæti orðið til hjálpar. Hann gengur á hljóðið, en er hann finnur vettvanginn er allt um seinan. Kona hefur verið myrt og morðinginn horfinn á braut. Áður en Róbert yfirgefur morðstaðinn tekur hann eftir að hin látna kreppir hönd um bláan, slípaðan stein. Frá þeirri stundu er Róbert flæktur í margslungna morðgátu þar sem ágirnd, slægð og átök koma títt við sögu.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Það Ert Þú Sem Ég Elska
by Erling Poulsen
read by Birta Sól Guðbrandsdóttir
Part 3 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Eftir strangt uppeldi og æskuáföll öðlaðist hin unga Vibeka Tanning loksins hugrekki til að flytja til Kaupmannahafnar og takast á við lífið á eigin spýtur. Síðustu fimm ár hefur hún lifað þægilegu lífi og átt í traustu hjónabandi með verksmiðjueigandanum Torben Tanning en þegar útgrátin og illa farin stúlka ber skyndilega að dyrum með dularfull skilaboð fara ýmsar minningar úr fortíðinni að leita á Vibeku. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Óvænt örlög
by Erling Poulsen
read by Marta Gréta Magnúsdóttir
Part 4 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Þann 22. janúar árið 1940 fæðast tvær stúlkur hjá ljósmóðurinni í Karild sem bíða ólík örlög. Önnur þeirra er greifadóttir sem elst upp á Herragarðinum í Hardingborg á meðan hin flakkar móðurlaus á milli barnaheimila. Af einskærri tilviljun liggja leiðir stúlknanna saman á 15 ára afmælisdaginn þeirra og tekst með þeim vinátta. Endurfundir þessir munu þó einnig svipta hulunni af gömlum leyndarmálum sem hafa afgerandi áhrif á lífið eins og stúlkurnar þekkja það.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Ást og eldur
by Erling Poulsen
read by Kristín Þorsteinsdóttir
Part 5 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Um sama leiti og gamall elskhugi ber að dyrum stendur olíuauðurinn í björtu báli. Nú þarf Cora að bera höfuðið hátt og gera sitt besta til að vernda þá sem næst henni standa. Heimilislífinu stafar ógn af eldheitri afbrýðisemi og yfirþyrmandi hættu sem gætu varanlega raskað hamingju Bertels fjölskyldunnar til framtíðar.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Tákn ástarinnar
by Erling Poulsen
read by Vera Guðrún Borghildardóttir
Part 6 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Martin Moreno á erfitt verkefni fyrir höndum. Hann þarf að vinna sér inn traust hinnar ungu Grétu Millan til þess að komast í færi við dýrmætar formúlur sem faðir hennar á í fórum sínum. Áður en langt um líður eru tilfinningar Martins farnar að hafa áhrif á staðfestu hans til að fara eftir gefnum fyrirmælum. Í örvæntingu leitar hann lausna til að bjarga þeim sem honum eru kærir undan aðsteðjandi hættu.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Elskaðu Mig
by Erling Poulsen
read by Huld Grímsdóttir
Part 7 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Þrátt fyrir að Jörgen Arthur Dam sé farsæll arkitekt þykir honum líf sitt og hjónaband heldur gleðisnautt. Hann tekur loks af skarið og yfirgefur heimili sitt í von um betra líf. Fljótlega áttar hann sig á því að leitin að hamingjunni gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Eftir örlagaríka nótt á Pension Granly gistiheimilinu flækist Jörgen óvænt í tilfinningaþrunginn ástarþríhyrning sem mun færa honum erfiðleika en jafnframt óvænta gleði.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Ég veit þú lifir
by Erling Poulsen
read by Hrafnhildur Halldórsdóttir
Part 8 of the Rauðu Ástarsögurnar series
"Þegar hamingjusamasta stund lífs þíns breytist í andhverfu sína"
Líf Beötu Birk breytist samstundis í martröð þegar eiginmaður hennar, Arvid, deyr aðeins klukkustund fyrir brúðkaupsvígsluna þeirra. Dauði Arvids er Beötu að öllu leyti óskiljanlegur og læðist fljótlega að henni sú ónotakennd að ekki sé allt með felldu. Staðráðin í að fylgja innsæinu, leitar Beata skýringa og í kjölfarið fær hún vísbendingar um að tilvonandi eiginmaður hennar gæti enn verið á lífi.
Ást Og Hatur
by Erling Poulsen
read by Lovísa Dröfn
Part 9 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Eftir föðurmissi stendur Maríanna Biorck uppi allslaus. Þegar hún fær boð um að gerast stofustúlka hjá lafði Wellington í Kent á Englandi grípur hún tækifærið án umhugsunar. Þangað ferðast hún ásamt dýralækninum Allan Bennow sem ætlar sér einnig að starfa fyrir fjölskylduna. Við komuna á setrið vaknar fljótt uggur hjá Maríönnu vegna orðróms um reimleika og óviðeigandi tilhneigingar einkasonar lafði Wellington. Þrátt fyrir aðvaranir frá fólki kýs Maríanna að dvelja áfram á setrinu, drifin af forvitni um dularfullan og óáþreifanlegan persónuleika herra Wellingtons. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Lausnargjaldið
by Erling Poulsen
read by Hildur Ýr Jónsdóttir
Part 11 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Þegar hin nítján ára Kit Tanning vaknar við skothvell og finnur særðan mann við heimili sitt tekur tilvera hennar stakkaskiptum. Þrátt fyrir að maðurinn þjáist af minnisleysi eftir árásina laðast Kit samstundis af hlýrri nærveru hans. Sömu nótt er hann fluttur á sjúkrahús en er stuttu seinna sakaður um glæpi á borð við mannrán og hryðjuverk. Þegar hann leitar aftur á náðir Kits á flótta undan lögreglunni stendur hún frammi fyrir erfiðri ákvörðun. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Hamingjan Er Hverful
by Erling Poulsen
read by Vera Guðrún Borghildardóttir
Part 21 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Systurnar Nora og Suna hafa alltaf átt í stirðu sambandi enda ólíkar á alla mögulega vegu. Þegar Nora fær fréttir af andláti systur sinnar vakna því hjá henni blendar tilfinningar. Eftir jarðarförina verður hún fyrir höfuðhöggi sem veldur því að hún missir tengslin við raunveruleikann. Við taka dagar sem einkennast af ringulreið, óvæntum ástum og undarlegum atvikum sem tengja þær systur á nýjan hátt.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Gullhjartað
by Erling Poulsen
read by Hildur Ýr Jónsdóttir
Part 22 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Móna er á blómaskeiði lífs síns og býr ásamt föður sínum, Winter lektor, í hjarta Kaupmannahafnar. Þegar hún uppgötvar að henni er veitt eftirför að kvöldlagi læðist illur grunur að Winter, sem er tilneyddur til að rifja upp erfiða minningu og afleiðingar hennar. Gamall fjandmaður hans er kominn til að leita hefnda og spilla friðsælli tilveru þeirra feðgina. Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.
Fögur Og Framgjörn
by Erling Poulsen
read by Lovísa Dröfn
Part 23 of the Rauðu Ástarsögurnar series
Aðeins tólf ára gömul lendir Susanne í alvarlegu slysi þegar hún verður fyrir bíl á reiðhjólinu sínu. Gripinn ótta ekur bílstjórinn af vettvangi og skilur stúlkuna eftir bjargarlausa. Þrátt fyrir að Susanne lifi slysið af, hafa afleiðingarnar alvarleg áhrif á sálarlíf hennar og drauma um að verða leikkona. Það sem hún ekki veit er að sá sem olli slysinu er nær en hana grunar og brátt munu leiðir þeirra liggja saman á ný.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.