EBOOK

Nótt yfir hafi

Ken Follett
(0)

About

Frá meistara sögulegra spennusagna kemur Nótt yfir vatni sem gerist í upphafi seinni heimsstyrjaldar og fjallar um flóttafólk frá Bretlandi á hættulegu ferðalagi yfir Atlantshafið.
Í sömu mund og Bretland lýsir yfir stríði á hendur Þýskalandi nasistanna fer Pan American Clipper, best útbúna flugvél heims, af stað í sitt síðasta flug til New York, athvarf þeirra sem vilja flýja átökin í Evrópu.
Farþegarnir um borð hafa hver sína ástæðu til að yfirgefa Bretland. Meðal þeirra eru enskur hefðarmaður sem flýr með fjölskyldu sína og formúu í skartgripum; þýskur vísindamaður á flótta frá nasistum; morðingi sem snýr til baka í fylgd FBI; kona sem flýr stjórnsaman eiginmann; og útsmoginn þjófur staðráðinn í að halda þýfi sínu.
Ferðin yfir Atlantshafið verður sífellt flóknari fyrir farþegana sem eru föst hvert með öðru í vélinni. Ekki síst þegar í ljós kemur ráðabrugg sem gæti orðið til þess að þau tapi öll lífinu…
Sjálfur segir höfundurinn að þetta sé með léttari bókum hans, þó hún sé sannarlega byggð á sönnum atburðum og haldi lesanda hugföngnum frá fyrstu síðu.

Related Subjects

Artists

Similar Artists